Miðlun

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur m.a. það hlutverk að stuðla að aukinni þekkingu á íslensku máli, bókmenntum og menningu. Það er gert með ýmsu móti, t.d. með útgáfu kynningar- og fræðsluefnis fyrir almenning, kennslu og námskeiðshaldi fyrir innlenda og erlenda stúdenta og sýningum fyrir almenning og safnafræðslu fyrir nemendur á ýmsum skólastigum í tengslum við þær.