Þjónusta

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður innlendum og erlendum fræðimönnum og stúdentum sem vinna að verkefnum á fræðasviði hennar aðgang að söfnum stofnunarinnar og aðstöðu til rannsókna.

Stofnunin veitir ráðgjöf um málfarsleg efni og tekur við fyrirspurnum sem snerta starfsvið stofnunarinnar, viðfangsefni hennar eða þann efnivið og heimildir sem hún varðveitir auk þess að miðla fróðleik um íslensku og íslensk fræði.