kafli1
Stjórnsýsla

Á Íslandi eru einungis tvö stjórnsýslustig, sveitarfélög og ríkisvald. Þriðja stigið, sýslur, sér nær eingöngu um innheimtu opinberra gjalda fyrir ríkisvaldið.
    Mörg sveitarfélaganna eru lítil, allt niður í 50 íbúa. Á síðustu árum hafa mörg hinna smærri sveitarfélaga sameinast til að spara í rekstri og auka hagkvæmni á ýmsum sviðum. Jafnframt hafa fleiri verkefni flust til sveitarfélaganna, svo sem rekstur grunnskóla og umsjón með málefnum fatlaðra og hlut almennrar félagsþjónustu.