kafli2

Mannfjöldi á Íslandi

Íbúar á Íslandi eru um 338.000. Mikill meirihluti landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur orðið stöðug fólksfjölgun hin síðari ár, og raunar á öllu suðvesturhorni landsins. Þessu fylgir gríðarleg byggðaröskun, því fólki fækkar að sama skapi í öðrum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu búa yfir 60% landsmanna og tæp 7% búa á Suðurnesjunum, á Norðurlandi eystra eru um 9% íbúanna og um 7,5% á Suðurlandi en í öðrum landshlutum er hlutfallið enn lægra.
    Borgin teygir sig yfir fremur stórt landsvæði miðað við íbúafjölda og ekki er mikið um mjög háreistar byggingar. Fremur lítið er um langtíma leiguhúsnæði og húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög há.