kafli1
Ísland í NATO, bandarískur her

Þegar hafinn var undirbúningur að stofnun Atlantshafsbandalagsins (NATO), og Íslendingum boðin aðild, var deilt um utanríkisstefnu landsins. Ísland var eina þjóðin sem ekki hafði eigin her og eigin varnir. Yfirgnæfandi meirihluti var þó á Alþingi fyrir aðildinni og hún samþykkt.
    Þegar ástand heimsmála varð aftur ótryggt vegna Kóreustyrjaldar 1951 var samþykkt að Íslendingar gerðu varnarsamning við Bandaríkin fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins og fámennt bandarískt herlið yrði staðsett í landinu. Með þessu var lagður grunnur að þeirri stefnu í varnarmálum sem hefur verið fylgt síðan. Bandarísk herstöð var staðsett í Reykjanesbæ, skammt frá Keflavík.
    Margir voru ósáttir við ákvarðanir stjórnvalda og hrópuðu: „Ísland úr Nató, herinn burt!“ og ýmis mótmæli voru höfð í frammi. Minna hefur þó borið á herstöðvarandstæðingum hin síðari ár.
     Áratuga veru bandaríska hersins lauk hér á landi 30. september 2006.