kafli1


Alþjóðasamstarf

Ísland gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar 1946 og tók þátt í stofnun OECD, Evrópuráðsins, NATO og fleiri alþjóðastofnana. Seinna varð Ísland aðili að GATT, UNESCO, EFTA og EES.
    Íslendingar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu en í júlí 2010 hófust formlega aðildarviðræður Íslands við ESB. Stjórnvöld hafa hingað til verið mótfallin aðild, meðal annars af ótta við að aðild lítillar þjóðar að stórri evrópskri efnahagsheild geti veikt þjóðerni hennar og menningu. Íslendingar ráða yfir auðugum fiskimiðum sem þeir byggja afkomu sína að verulegu leyti á. Margir óttast að aðild að Evrópusambandinu gæti leitt til þess að yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum yrðu skert og þá væri lífsafkomu þjóðarinnar ógnað.
    Margir eru þó þeirrar skoðunar að aðild hafi ótvíræða kosti í för með sér, auk þess sem aðildarleysi geti leitt af sér efnahagslega og pólitíska einangrun og þá sé hagvöxturinn í hættu.
    Hlé var gert á aðildarviðræðum Íslands við ESB í júní 2013 og umsóknin dregin til baka í mars 2015. 

Fundur Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík
Leiðtogar stórveldanna á níunda áratugnum, þeir Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund í Reykjavík árið 1986 þar sem ákvörðun var tekin um afvopnun þjóðanna.
    Fundur stórveldanna tveggja batt enda á kalda stríðið sem staðið hafði á milli austurs og vesturs frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Höfði, þar sem Reagan og Gorbatsjov áttu fund