kafli1

Lýðræði í fámennu landi

Lýðræði í landi þar sem íbúarnir eru aðeins um 338.000 hefur sérstöðu um margt. Svo dæmi sé tekið kemur stærri hluti landsmanna beinlínis að stjórnun landsins og einstakra sveitarfélaga en víða annars staðar.
    Að baki hverjum þingmanni eru þannig aðeins tæplega 3.600 kjósendur og að baki hverjum sveitarstjórnarmanni eru að meðaltali rúmlega 400 kjósendur. Auk kjörinna fulltrúa starfar síðan fjöldi fólks í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga.