kafli10

Sundmenning

Mikil sundmenning er á Íslandi og eru sundlaugar með jarðhitavatni um allt land. Stundum er haft á orði að eins og Írar hittist á krám og Frakkar á kaffihúsum, hittist Íslendingar í heita pottinum. Þetta er ef til vill fullfast að orði kveðið en víst er að um vinsældir sundstaðanna eru allir sammála.
    Opinberar sundlaugar á Íslandi eru yfir 100. Flestar þeirra eru útisundlaugar. Þær eru hitaðar með hitaveituvatni (jarðvarma) og er því hægt að stunda sundlaugarnar allan ársins hring.
    Í Laugardal í Reykjavík, þar sem áður voru þvottalaugar Reykvíkinga, er stór útisundlaug og önnur íþróttamannvirki.

Orðaforði
Bringusund (breaststroke), baksund (backstroke), flugsund (butterfly stroke, butterfly), skriðsund (crawl), björgunarsund (life-saving), að troða marvaða (to tread water)