kafli8

Hagnýting ættfræðinnar

Eitt spillir fyrir hagnýtingu ættfræðinnar en gerir ástundun hennar kannski enn meira spennandi fyrir áhugamenn. Íslenskar ættir eru nefnilega ekki alltaf rétt færðar. Þess vegna kemur fyrir að óskilgetin börn, fósturbörn og rangfeðranir flæki málin.
    Í íslensku nútímasamfélagi má sjá endurspeglun þessa. Sé miðað við önnur lönd eru tiltölulega fá börn fædd innan hjónabands. Mun algengara er að foreldrar séu skráðir í óvígða sambúð, búi saman en séu ekki giftir. Hlutfall einstæðra foreldra er nokkuð hátt á Íslandi, eða svipað og á hinum Norðurlöndunum. Þá eru skilnaðir nokkuð tíðir á Íslandi. Þetta gerir m.a. að verkum að margar íslenskar fjölskyldur eru þannig saman settar að foreldrar búa saman með börn frá fyrri hjónaböndum og eiga svo einnig börn saman.
    Íslendingar eignast börn yngri en nágrannaþjóðirnar og algengt er að stúdentar eigi eitt og jafnvel tvö börn.

Nöfn Íslendinga