kafli1

Þjóðmálaumræða

Almennur áhugi er á stjórnmálum á Íslandi. Fólk ræðir gjarnan stjórnmál sín á milli á heimilinu, spjallþráðum á netinu, vinnustöðum og kaffihúsum, að ógleymdum heita pottinum þar sem líflegar umræður eiga sér oft stað um þjóðmálin. Þessi almenna þátttaka í stjórnmálum birtist einnig í fjölmiðlum því á hverjum degi birtist í dagblöðum fjöldinn allur af greinum eftir fólk úr öllum stéttum um mál sem brenna á því; félagsleg málefni, menntamál, umhverfis - og utanríkismál, eða afmarkaðri málefni einstakra byggða.
    Ef til vill má halda því fram að þessari umræðu allri miði lítið áfram og að þar sé hver að hrópa í kapp við annan án tillits til raka andstæðingsins. En aðgangur almennings að slíkum vettvangi, og vilji hans til að nýta sér hann, er sennilega einstakur.