kafli4


Auðlindin í sjónum

Miðin umhverfis Ísland eru einhver hin gjöfulustu í heimi. Landgrunnið er mjög víðáttumikið, um 758 þúsund ferkílómetrar að stærð, og þar blandast heitir og kaldir hafstraumar. Það skapar kjöraðstæður fyrir þá fæðumyndun sem er nauðsynleg fyrir viðgang fiskistofnanna.
    Klak - og ætisslóðir fjölmargra nytjafiska eru á íslenska landgrunninum og ekki færri en 293 mismunandi fisktegundir hafa verið skráðar á Íslandsmiðum. Um það bil tíu tegundir mynda uppistöðuna í fiskveiðunum, en samtals eru um 40 tegundir nýttar.
    Auðlegð hafsins byggist á viðkvæmu samspili vistkerfa og Íslendingar vita að ekki einungis náttúruhamfarir og breytingar á veðurfari geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, heldur einnig slæm umgengni við auðlindina.