kafli10

Líf eftir vinnu

Íslendingar vinna langan vinnudag. Eftir slíkan dag er gott að slaka á í faðmi fjölskyldunnar, hitta vini og kunningja eða finna sér eitthvað áhugvert til afþreyingar.
    Margir stunda líkamsrækt í einhverri af hinum fjölmörgu líkamsræktarstöðvum landsins og mjög vinsælt er af öllum aldurshópum að fara í sund. Þá eru fjallgöngur og gönguferðir úti í náttúrunni mikið stundaðar, enda yfirleitt stutt út í guðs græna náttúruna og því fyrirhafnarlítil heilsurækt. Á vetrum er alltaf gaman að renna sér á skíðum eða skautum. Að undanförnu hefur orðið stöðugt vinsælla að fara í vetrarferðir upp á hálendið og snjósleðaakstur á miklum vinsældum að fagna.
    Menningarlífið er afar fjölskrúðugt. Alls kyns námskeið eru í boði til að lífga upp á tilveruna. Tónleikar eru vel sóttir sem og leikhús og kvikmyndahús. Ótrúlegur fjöldi kóra starfar í landinu og varla er til sá smástaður sem ekki á sinn áhugaleikhóp.
    Um helgar þyrpist aðallega yngra fólkið á einhvern af hinum fjölmörgu skemmtistöðum til að gera sér glaðan dag. Flestir skemmtistaðirnir í Reykjavík eru í miðbænum og er þar oft margt um manninn um helgar.