kafli5


Menning


Íslendingar hafa löngum verið fastheldnir á gömul verðmæti; tungu sína, þjóðerni og frelsi. Fastheldnin hefur lýst sér í baráttu fyrir þessum verðmætum um aldir. Varðveisla tungu og bókmennta hefur löngum verið eitt helsta baráttumál þjóðarinnar og barist var fyrir fullveldi og frelsi undan dönskum yfirráðum þar til sigur vannst. Íslendingar urðu frjáls og fullvalda þjóð á ný árið 1918, eftir nærri sjö aldir undir erlendri stjórn, fyrst Norðmanna, síðar Dana. Lýðveldi var síðan stofnað árið 1944. Nú þykir mörgum sem íslenskri menningu sé ný hætta búin af svokallaðri ameríkaniseringu. Aðrir telja slíkt fjarstæðu, Íslendingar fylgist einfaldlega vel með.