kafli8

Nútímavæðing

Fá lönd í Evrópu hafa gengið í gegnum jafnmiklar þjóðfélagsbreytingar á stuttum tíma og Ísland. Gífurlegar breytingar á lifnaðarháttum og menningu þjóðarinnar hafa fylgt þeirri nútímavæðingu og iðnbyltingu sem átti sér stað á tuttugust öldinni.
    Það var ekki fyrr en á tuttugustu öld sem íslenskt samfélag tók að líkjast samfélögum annarra Evrópuríkja að marki. Áður hafði Ísland verið hefðbundið landbúnaðarsamfélag svo öldum skipti.
    Með nýjum samfélagsháttum komu ný úrlausnarefni og ný deiluefni. Á þessari öld hafa Íslendingar deilt innbyrðis um efnahagsmál og utanríkismál, og við aðrar þjóðir um fiskimið og varðveislu handrita.
    Til að kynnast íslensku samfélagi, menningu og þjóðskipulagi er fróðlegt að skoða nánar helstu deilumál og hagsmunamál Íslendinga samtímans. Þar, eins og oft, fara saman harðar deilur og miklir hagsmunir sem stór hluti þjóðarinnar deilir.
    Meðal þess sem hvað mest er deilt um á Íslandi um þessar mundir eru umhverfismál sem og efnahagsmál og nauðsynleg uppbygging innviða samfélagsins, aðallega heilbrigðiskerfisins og vegakerfisins m.a. vegna mikillar aukningar ferðamanna.