kafli5
Málhreinsun

Á tímum danskra áhrifa gerðu margir höfundar sér far um að tala og rita vandaða íslensku en á 19. öld var markvisst farið að boða hreintungustefnu sem m.a. var fólgin í því að hreinsa íslenskuna af dönskum slettum og að smíða ný orð af íslenskum stofni yfir erlend hugtök.
    Hreintungustefnan hélst í hendur við sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og var raunar tæki í þeirri baráttu. Mikilvægt var fyrir þjóð sem vildi vera sjálfstæð að geta sýnt fram á sérstöðu sína sem er ekki hvað síst fólgin í tungumálinu.