kafli7

Almannatryggingar

Fyrsti vísir að almannatryggingum kom fram í Þýskalandi á síðari hluta 19. aldar. Á Íslandi má rekja upphaf almannatrygginga aftur til ársins 1889. Þá voru sett lög um styrktarsjóð handa öldruðum og lasburða alþýðufólki. Upp úr aldamótunum 1900 voru samþykkt lög um slysatryggingar sjómanna og nokkru síðar voru sett lög um ellistyrk. Fyrsta almenna sjúkrasamlagið var stofnað 1909.
    Nú sér Tryggingastofnun ríkisins, sem var stofnuð 1936, um framkvæmd almannatrygginga í landinu.