kafli9
Þjóðtrú

Lengi hefur verið við lýði trú á drauga og eru margar þjóðsögur til um þá. Sama máli gegnir um huldufólk og tröll sem talið er að búi í klettum, hólum og fjöllum. Margir telja að varasamt geti verið að styggja þessar verur.
    Víða eru sérstakir álfasteinar sem varhugavert þykir að hrófla við. Þess eru mýmörg dæmi að skipulagi, t.d. vega, hafi verið breytt af tillitssemi við álfaþjóðina enda gætu álfarnir hefnt sín ef þeim væri misboðið, eins og fjölmargar sagnir greina frá.