Afmælisrit gefin út af Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen

Starfsmenn Árnastofnunar gefa út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette. Útgáfa þessi er algjörlega óháð stofnuninni formlega og fjárhagslega en rit Mettusjóðs hafa þó verið til sölu á henni.

Þau rit sem enn eru fáanleg er hægt að kaupa hjá skrifstofu stofnunarinnar. Sími 525 4010. Fax 525 4035. Netfang: rosat@hi.is eða gudvardr@hi.is.

Með því að smella á nafn hvers rits um sig er hægt að sjá efnisyfirlit þess, ennfremur hefur verið gerð skrá yfir höfunda fyrstu 20 ritanna eða fram að Bókahnúti.

 


 

1. MAUKASTELLA
færð Jónasi Kristjánssyni fimmtugum, Reykjavík 10. apríl 1974
[uppselt]

2. BJARNÍGULL
sendur Bjarna Einarssyni sextugum, [Reykjavík 11. apríl 1977]
[uppselt]

3. STEFFÁNSFÆRSLA
fengin Stefáni Karlssyni fimmtugum, Reykjavík 2. desember 1978
[uppselt]

4. ÓLAFSKROSS
ristur Ólafi Halldórssyni sextugum, Reykjavík 18. apríl 1980
[uppselt]

5. JÓANSBOLLI
færður Jóni Samsonarsyni fimmtugum, Reykjavík 24. janúar 1981
[uppselt]

6. HÖGGVINHÆLA
gerð Hallfreði Erni Eiríkssyni fimmtugum, 28. desember 1982
[uppselt]

7. PÉTURSSKIP
búið Peter Foote sextugum, Reykjavík 26. maí 1984
[uppselt]

8. DAVÍÐSDIKTUR
sendur Davíð Erlingssyni fimmtugum, Reykjavík 23. ágúst 1986
[verð kr. 500]

9. EQUUS TROIANUS sive TRÓJUHESTUR
tygjaður Jonnu Louis-Jensen, Reykjavík 21. október 1986
[verð kr. 500]

10. GRÍMSÆVINTÝRI
sögð Grími M. Helgasyni sextugum, Reykjavík 2. september 1987, 1. og 2. hefti
[verð kr. 500]

11. VÉFRÉTTIR
sagðar Vésteini Ólasyni fimmtugum, Reykjavík 14. febrúar 1989
[verð kr. 500]

12. ORÐLOKARR
sendur Svavari Sigmundssyni fimmtugum, Reykjavík 7. september 1989
[verð kr. 500]

13. LYGISÖGUR
sagðar Sverri Tómassyni fimmtugum, Reykjavík 5. apríl 1991
[uppselt]

14. FJÖLMÓÐARVÍL
til fagnaðar Einari G. Péturssyni fimmtugum, Reykjavík 25. júlí 1991
[verð kr. 500]

15. SÓLHVARFASUMBL
saman borið handa Þorleifi Haukssyni fimmtugum, Reykjavík 21. desember 1991
[verð kr. 500]

16. DAGAMUNUR
gerður Árna Björnssyni sextugum, Reykjavík 16. janúar 1992
[verð kr. 500]

17. ÞÚSUND OG EITT ORÐ
sagt Sigurgeiri Steingrímssyni fimmtugum, Reykjavík 2. október 1993
[verð kr. 800]

18. STRENGLEIKAR
slegnir Robert Cook [sextugum], Reykjavík 25. nóvember 1994
[verð kr. 800]

19. VÖRUVOÐ
ofin Helga Þorlákssyni fimmtugum, Reykjavík 8. ágúst 1995
[verð kr. 800]

20. ÞORLÁKSTÍÐIR
sungnar Ásdísi Egilsdóttur fimmtugri, Reykjavík 26. október 1996
[verð kr. 800]

21. BÓKAHNÚTUR
brugðinn Ólöfu Benediktsdóttur fimmtugri, Reykjavík 4. febrúar 1997
[verð kr. 800]

22. GUÐRÚNARHVÖT
kveðin Guðrúnu Ásu Grímsdóttur fimmtugri, Reykjavík 23. september 1998
[verð kr. 800]

23. ÆGISIF
reist Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur fimmtugri 28. september 2000
[verð kr. 1000]

24. GLERHARÐAR HUGVEKJUR
þénandi til þess að örva og upptendra Þórunni Sigurðardóttur fimmtuga 14. janúar 2004
[verð kr. 1000]

25. BRAGEYRA
léð Kristjáni Eiríkssyni sextugum 19. nóvember 2005
[verð kr. 1000]

26. VARÐI
reistur Guðvarði Má Gunnlaugssyni fimmtugum 16. september 2006
[verð kr. 1000]

27. RÓSALEPPAR
þæfðir Rósu Þorsteinsdóttur fimmtugri 12. ágúst 2008
[verð kr. 1500]

28. LESIÐ Í HLJÓÐI
fyrir Kristján Árnason sextugan 26. desember 2006
[verð kr. 1500]

29. HEILAGAR ARKIR
færðar Jóhönnu Ólafsdóttur sextugri 13. janúar 2009
[verð kr. 1500]

30. STURLAÐAR SÖGUR
sagðar Úlfari Bragasyni sextugum 22. apríl 2009
[verð kr. 1500]

31. 38 VÖPLUR
bakaðar og bornar fram Guðrúnu Ingólfsdóttur fimmtugri 1. maí 2009
[verð kr. 1500]

32. 30 GÍSLAR
teknir fyrir hönd Gísla Sigurðssonar fimmtugs 27. september 2009
[verð kr. 1500]

33. WAWNARSTRÆTI (alla leið til Íslands)
lagt Andrew Wawn 65 ára 27. október 2009
[verð kr. 1500]

34. NOKKRAR HANDLÍNUR
bróderaðar handa Kristínu Bjarnadóttur sextugri 9. janúar 2010
[verð kr. 2000]

35. FÁUM MÖNNUM ER KÁRI LÍKUR. NÍTJÁN KÁRÍNUR
gerðar Kára Kaaber sextugum 18. febrúar 2010
[uppselt]

36. GUÐRÚNARSTIKKI
kveðinn Guðrúnu Nordal fimmtugri 27. september 2010
[verð kr. 2000]

37. ARAVÍSUR
sungnar Ara Páli Kristinssyni fimmtugum 28. september 2010
[uppselt]

38. MARGARÍTUR
hristar Margréti Eggertsdóttur fimmtugri 25. nóvember 2010
[verð kr. 2000]

39. DÍSLEX
Dísæt lex(íkógraf)ía kennd Þórdísi Úlfarsdóttur fimmtugri 27. apríl 2011
[verð kr. 2000]

40. GEISLABAUGUR
fægður Margaret Cormack sextugri, 23. ágúst 2012
[verð kr. 2000]

41. JARTEINABÓK
Gunnvarar matargóðu. Tekin saman á sextugsafmæli Gunnvarar S. Karlsdóttur 30. desember 2012
[verð kr. 2000]

42. SALTARI
stilltur og sleginn Svanhildi Óskarsdóttur fimmtugri 13. mars 2014
[verð kr. 2500]

43. VISKUSTYKKI
undin Soffíu Guðnýju Guðmundsdóttur fimmtugri 4. apríl 2014
[verð kr. 2500]

44. ÁSTUMÁL
kveðin Ástu Svavarsdóttur sextugri 19. janúar 2015
[verð kr. 3000]

45. GAMANLEIKIR  TERENTÍUSAR
settir upp fyrir Terry Gunnell sextugan 7. júlí 2015
[verð kr. 3500]

46. SVANAFJAÐRIR
skornar Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015
[verð kr. 3000]

47. ALT FOR DAMEN DÓRA
glanstímarit handa Halldóru Jónsdóttur sextrugri 10. maí 2017.