Alþjóðasvið - Stofa Sigurðar Nordals

Háskólakennarar í íslensku erlendis þinga árlega. Hér má sjá þá slá á létta strengi. Mynd: Þorsteinn G. Indriðason.

Á alþjóðasviði er lögð áhersla á að kynna íslenska menningu hvarvetna í heiminum. Samstarf er við hugvísindadeild Háskóla Íslands um námskeið í íslensku og íslenskum fræðum og um rannsóknir á íslensku sem öðru og erlendu máli. Þar er umsjón með kennslu í íslensku og þjónustu við háskólakennara í íslensku við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórnvalda. Stofnunin á aðild að norrænni samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandafræðum erlendis. Á alþjóðasviði er umsjón með samskiptum við erlenda náms- og fræðimenn. Sviðið annast styrki Snorra Sturlusonar sem eru veittir árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum. Sviðið annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands.