Athafnalandið Ísland

Stofnun Sigurðar Nordals og Verslunarráð Íslands efna til málþings um athafnalandið Ísland á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 19. apríl 2005, kl. 14.00 - 16.30. Málþingið er haldið í minningu Ragnars Jónssonar í Smára. Spurt verður:

* Er athafnamenning á Íslandi?
* Hvers vegna vegnar sumum þjóðum betur en öðrum?
* Athafnaskáld - Hvar er Ragnar í Smára nútímans?

Aðalfyrirlesari verður dr. Itamar Even-Zohar, prófessor í skáldskaparfræðum og samanburðarbókmenntum við Háskólann í Tel Aviv, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í menningarfræðum.
Í fyrirlestri sínum mun hann fjalla um menningarlega auðlegð þjóðar, menntamenn og frumkvöðla og áhrif þeirra á efnahagslegar framfarir þjóðar og stöðu. Próf. Itamar Even-Zohar hefur í skrifum sínum m.a. fjallað um áhrif bókmenningar á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og í efnahagslífi þjóðarinnar á 20. öld.

Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, formaður stjórnar Stofnunar Sigurðar Nordals, býður gesti velkomna. Davíð Scheving Thorsteinsson, fv. frkvstj., flytur ávarp í minningu athafnamannsins og listvinarins, Ragnars í Smára.

Frummælendur auk Itamars Even-Zohars verða:

Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur „Víkingar efnisins”

Katrín Pétursdóttir, frkvstj. Lýsis: „Athafnalíf og athafnamenning”

Þór Sigfússon, frkvstj. Verslunarráðs Íslands, verður fundarstjóri og stjórnar umræðu.

Í lok málþingsins verður boðið upp á léttar veitingar.

Fundargjald 2.000 kr.