Sagnaþing í héraði - Þingeyjarþing

Stofnun Sigurðar Nordals og Þingeyingar gangast fyrir þingi um Íslendingasögur úr Þingeyjarþingi í Framhaldsskólanum Laugum í Reykjadal. Farið verður á sögustaði Ljósvetningasögu og Reykdælu í fylgd heimamanna í héraði og skoðaðir fornleifastaðir undir leiðsögn fræðimanna.

Erindi flytja: Adolf Friðriksson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Árni Einarsson, Gísli Sigurðsson, Gudrun Lange, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Svavar Sigmundsson.

Dagskrá þingsins hefst kl. 10.30 laugardaginn 13. ágúst og lýkur um kl. 14.30 sunnudaginn 14. ágúst.

Þátttökugjald 1.500 kr. Gjald fyrir stúdenta 500 kr.
Gjald fyrir söguferð 2.000 kr.
Kvöldverður 2.500 kr.

Gisting í Reykjadal:
Fosshótel - Laugar, símar 562 4000, 464 6300
Narfastaðir, símar 570 2700, 464 3102

Gisting í nágrenni Lauga:
Hótel Edda - Stórutjarnir, sími 444 4000
Fosshóll, Bárðardal, símar 570 2700, 464 3108
Hafralækur, Aðaldal, símar 570 2700, 464 3561
Hagi I, Aðaldal, símar 570 2700, 464 3526
Þinghúsið, Aðaldal, símar 570 2700, 464 3695
Stöng, Mývatnsheiði, símar 570 2700, 464 4252

Áætlunarferðir eru milli Reykjavíkur og Akureyrar með Flugfélagi Íslands. Sérleyfisbílar Akureyrar aka á sérleiðinni milli Akureyrar og Mývatns með viðkomu á Laugum. Farið er frá Akureyri kl. 18.30 föstudaga og frá Akureyrarflugvelli kl. 8.15 laugardaga. Farið er frá Laugum sunnudaga kl. 15.55.

Þátttaka tilkynnist Stofnun Sigurðar Nordals fyrir 5. ágúst nk.
Þátttökugjald greiðist á ráðstefnustað eða inn á bankareikning stofnunarinnar fyrir þingið.

Þingeyjarsveit, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA og menntamálaráðuneytið styðja ráðstefnuna.