Dínus saga drambláta

Hér birtast tvær gerðir Dínus sögu í útgáfu Jónasar Kristjánsson (f. 1924) og mun sú elsta frá 14. öld. Þetta er ævintýrasaga sem gerist í Miðjarðarhafslöndum, sem fjallar um hin drambsama Dínus, kóngsson af Egyptalandi, og viðureign hans við kóngsdótturina Philotemiu, sem lækkar í honum rostann. Í þessari sögu er sama sögusvið og í elstu miðaldaritum Íslendinga, sögum um postula og heilaga menn, en jafnframt er sagan af því tagi sem átti eftir að verða ráðandi í íslenskum bókmenntum næstu aldir, riddara- og ævintýrasögum. Hún er því mikilvægur áfangi í þróun íslenskra bókmennta.

Viktors saga ok Blávus

Saga um franska riddara og indverskar drottningar frá 15. öld, sem er undir talsverðum austrænum áhrifum, en auk þess er í henni mikið af ævintýraminnum. Mikilvæg heimild um þróun íslenskra bókmennta á þessum tíma. Fyrir þessum tengslum er gerð ítarleg grein í ritgerð Einars Ól. Sveinssonar (1899-1984) og kemur þar fram hvernig minnin breytast frá sögu til sögu. Auk þess hefur Jónas Kristjánsson (f. 1924) ritað rækilegan inngang þar sem sagt er frá handritum sögunnar. Sjálf er sagan skemmtileg í dæmigerðum riddarasagnastíl.