Bósa rímur - Íslenzkar miðaldarímur III

Þriðja bindi í ritröðinni "Íslenzkar miðaldarímur". Rímurnar eru dæmi um íslenskar bókmenntir nálægt 1500, tíma sem bókmenntaáhugamenn þekkja lítið til. Efni rímnanna er byggt á Bósa sögu og Herrauðs, vinsælli fornaldarsögu, sem nýlega hefur verið gefin út af Sverri Tómassyni (f. 1941), en hluti þeirra byggir á Sigurðar sögu þögla, sem Matthew J. Driscoll (f. 1954) hefur gefið út á vegum Árnastofnunar. Athyglivert er að bera þær saman við söguna en fyrir áhugamenn um skáldskap eru þær einnig happafengur.