Skarðsárbók
Björn Jónsson á Skarðsá (1574-1655) tók saman þetta rit upp úr Hauks- og Sturlubókum Landnámu og var markmið hans að gefa sem fyllsta útgáfu af Landnámabók. Hún gefur allheillega mynd af Landnámu og er athyglisvert samanburðar efni við útgáfu Íslenzkra fornrita, en hvortveggi er gefin út af Jakobi Benediktssyni (f. 1907). Þá má einnig af ráða af þessari bók þekkingu eins helsta lærdómsmanns 17. aldar á landnáminu, og er bókin að því leyti athyglisverður samanburður við fræðirit á erlendum tungum um forna sögu Íslendinga, t.d. eftir Arngrím Jónsson (1568-1648). Stafsetning er byggð á handritunum sjálfum en getið um öll mikilvæg lesbrigði neðan máls. Því gefur bókin góða mynd af handritunum, en er þó auðlesin öllum áhugamönnum um Íslendingasögur.
Svarfdæla saga
Svarfdæla saga er ein af yngri Íslendingasögum. Ekki er hægt að sanna að hún sé eldri en frá fimmtándu öld. Er hún því mikilvægur vitnisburður um sagnalist þess tíma. Í þessari útgáfu Jónasar Kristjánssonar (f. 1924) er sagan prentuð eftir báðum aðalhandritum sögunnar, skinnblaði frá 15. öld og pappírshandriti frá 17. öld. Gefur útgáfan því góða mynd af málfari handrita, en er þó ekki torlesin. Útgefandi ritar greinargóðan inngang á íslensku, þar sem hægt er að fræðast um flestallt sem menn vilja vita um handrit sögunnar.
Svarfdæla saga
Svarfdæla saga er ein af yngri Íslendingasögum. Ekki er hægt að sanna að hún sé eldri en frá fimmtándu öld. Er hún því mikilvægur vitnisburður um sagnalist þess tíma. Í þessari útgáfu Jónasar Kristjánssonar (f. 1924) er sagan prentuð eftir báðum aðalhandritum sögunnar, skinnblaði frá 15. öld og pappírshandriti frá 17. öld. Gefur útgáfan því góða mynd af málfari handrita, en er þó ekki torlesin. Útgefandi ritar greinargóðan inngang á íslensku, þar sem hægt er að fræðast um flestallt sem menn vilja vita um handrit sögunnar.
Laurentius saga biskups