Tiodielis saga

Mynd af forsíðu

Tiodielis saga er ævintýri sem sver sig í ætt við riddarasögur. Hún er varðveitt í 24 íslenskum handritum, hið elsta er skinnhandrit frá 16. öld og hið yngsta á pappír frá því um 1900. Þrennar rímur hafa verið ortar út af sögunni, þær eru til í fjölda íslenskra handrita.

Tiodielis saga segir frá riddara sem hverfur úr konungshirð á skóga, fer úr klæðum sínum og tekur á sig dýrsham og etur skógardýr og hefur eftir þeirra náttúru. Kona hans og elskhugi hennar fela klæði riddarans sem þá festist í dýrshamnum og fjallar sagan síðan um hvernig hann nær aftur lífi með mannseðli. Söguefnið er hliðstætt norskri miðaldaþýðingu á frönsku kvæði, Lai de Bisclavret, sem talið er samið af Marie de France á 12. öld.

Tiodielis saga er hér gefin út í þremur íslenskum gerðum, stafrétt eftir völdum aðalhandritum ásamt orðamun úr öðrum handritum sem hafa textagildi. Tove Hovn Ohlsson mag. art. hefir annast þessa frumútgáfu sögunnar sem var lokaritgerð hennar til mag. art. prófs í nordisk filologi við Kaupmannahafnarháskóla vorið 1992.

Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Höfundur: OHLSSON, TOVE HOVN
Útgáfuár: 2009
ISBN-10: 9979654074
ISBN-13: 9789979654070

Verð : 3.400 kr. Fæst á stofnuninni (kari [hjá] hi.is) og í Bóksölu stúdenta.