Gripla XVII

Ritstjórar / Ed.: Gísli Sigurðsson, Margrét Eggertsdóttir, Sverrir Tómasson. 2006. 230. s./pp.
ISBN 978-9979-819-96-7
Verð/Price: 4.406 kr. (kilja/paper back). Háskólaútgáfan sér um dreifingu ritsins.

 


Aðgangur að Griplu XVII á pdf formi á heimasíðunni er ókeypis. Efni í Griplu er verndað af höfundarrétti.

 Gripla XVII (2.765 K)


© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum


Efni / Contents:

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunarinnar skrifar langa og rækilega grein um skáldskap Egils Skallagrímssonar, Kveðskapur Egils Skallagrímssonar. Þar tekur hann upp hanskann fyrir hið aldna skáld og mótmælir þeim fræðimönnum sem á síðari árum hafa gert sér far um að eigna kveðskapinn öðrum og yngri skáldum, einkum þeim sem uppi voru á 12. og 13. öld.

Haraldur Bernharðsson á hér grein sem hann nefnir, Göróttur er drykkurinn. Fornmálsorð í nútímabúningi. Haraldur færir að því rök að lýsingarorðið göróttur sé misskilningur nútímamanna; það hafi upphaflega verið gjöróttur.

Kristján Árnason ritar allítarlega grein um forna bragfræði og nefnir grein sína, Um Háttatal Snorra Sturlusonar. Bragform og braglýsing.

Kári Gíslason rekur hugmyndir miðaldamanna um þá sem settu saman bækur og hvernig megi bera þá iðju saman við sköpunarstarf nútíma höfunda. Grein sína nefnir Kári, Reading for Saga Authorship. A Character-based Approach.

Þorleifur Hauksson sem nýlega hefur gefið út Sverris sögu, á hér greinina, Grýla Karls ábóta og gerir þar grein fyrir lengd Grýlu en svo nefndist sá hluti Sverris sögu sem Karl Jónsson (d. 1213) ábóti setti saman.

Loks birtir Sigurjón Páll Ísaksson þýðingar Gísla Brynjólfssonar úr fornensku, Frá Abgarus konungi. Fyrri hluti, með athugasemdum og skýringum.

Í Griplu XVII eru minningarorð um Stefán Karlsson eftir Sigurgeir Steingrímsson og að auki ritaskrá Stefáns sem Guðvarður Már Gunnlaugssona og Sigurgeir Steingrímsson bjuggu til prentunar, Sverrir Tómasson ritar um Magnús Má Lárusson og Kristján Eiríksson um Ögmund Helgason.

Að lokum eru birtar leiðréttingar vegna útgáfu Griplu XVI og Handritaskrár.