Ari Páll Kristinsson

Örnefni á Íslandi – lög og stjórnsýsla


Er hægt að fallast á Austurríki sem nafn á sveitarfélagi á Austurlandi? Ætti að leyfa eigendum jarðarinnar Saura að breyta bæjarnafninu til að laða að kaupendur á sumarbústaðalóðum? Þetta eru dæmi um þær spurningar sem örnefnanefnd hefur rætt um á undanförnum árum. Í greininni er sagt frá íslensku bæjanafnalögunum og framkvæmd þeirra. Megináhersla er lögð á tímabilið 1998-2006. Árið 1998 var bæjanafnalögunum breytt þannig að þau taka nú ekki lengur aðeins og fyrst og fremst til bæjanafna heldur einnig t.d. til nafnsetningar á landakort og til nafna nýrra sveitarfélaga. Þetta endurspeglar á vissan hátt ákveðnar samfélagsbreytingar. Í greininni eru tiltekin nokkur dæmi um ákvarðanir og umsagnir örnefnanefndar um bæjanöfn, örnefni á landakortum, götunöfn og um nöfn nýrra sveitarfélaga.