Pan Farmakis

Nýju norsku mannanafnalögin og framkvæmd þeirra


Fyrstu norsku mannanafnalögin eru frá 1923 en þegar árið 1896 hafði þó fallið dómur þar sem gert var ráð fyrir að nöfn heyrðu undir einkamálarétt. Árið 1964 voru samþykkt ný nafnalög sem síðan hefur verið breytt mörgum sinnum. Dómsmálaráðuneytið kom á fót vinnuhópi árið 1999 sem var falið að meta hver þörfin væri á því að endurskoða nafnalögin. Markmiðið var m.a. að nafnalöggjöfin yrði mun frjálslegri en áður og að fundnar yrðu leiðir til þess að nafnahefðir frá öðrum menningarheimum gætu haldið sér þegar fólk flytti til Noregs. Úttekt vinnuhópsins leiddi til nýrra mannanafnalaga sem Stórþingið samþykkti árið 2002. Í þessari grein er fjallað um nokkrar veigamestu breytingarnar sem gerðar hafa verið gegnum tíðina. Auk þess er fjallað um framkvæmd nýju laganna og um þörfina fyrir nána samvinnu við þá sem fást við nafnfræðirannsóknir.