Pirjo Mikkonen

Mannanafnalöggjöf í Finnlandi. Fær fólk að ráða nöfnum sínum sjálft?


Greinin lýsir finnsku mannanafnalögunum, hvernig þeim hefur verið beitt og hvaða leiðir stjórnvöld hafa valið undanfarna öld. Hér er fylgt lagatúlkun í bókum Urpos Kangas prófessors, formanns nafnanefndar dómsmálaráðuneytisins. Sjá má þróun allt frá fyrri nafnastefnu sem þó var ekki rígbundin í lög, en fylgdi í grundvallaratriðum hefðinni, til strangari lagasetningar og síðan áfram til dagsins í dag þegar nafnalögin eru túlkuð á sífellt frjálsari hátt. Í Finnlandi fer frelsi einstaklinga nú vaxandi til að ákveða sjálfir eiginnöfn sín og kenninöfn.