Terje Larsen

Örnefnastöðlun í Noregi


Örnefnalöggjöf í Noregi er frá 1. júlí 1991 og breytingar á lögunum frá 1. ágúst 2006. Lögin mæla fyrir um stýringu á opinberum rithætti örnefna. Gert er ráð fyrir mikilli aðkomu nærsamfélagsins í því ferli. Það hefur síðan leitt til þess að óánægja með ritmyndir kemur oftar upp á yfirborðið. Í greininni er sagt frá nafnamálum sem hafa verið til meðferðar, gerð grein fyrir helstu atriðum örnefnalaganna og bent á nokkur almenn einkenni á kærum í tengslum við örnefnin.