[Mynd 3]
Handritin alla leið heim
Sex örsýningar um íslensk handrit í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar
Árni Magnússon (1663–1730) var ötulasti safnari íslenskra handrita. Í safni hans eru um 3000 handrit og tæplega 14000 skjöl.
Safnið var tekið upp á varðveisluskrá UNESCO — Minni heimsins (Memory of the World Register) árið 2009.
Sýningunum er ætlað að vekja athygli á þeim mikilvæga og fjölbreytta menningararfi sem handritin geyma. Um leið eiga þær að minna á þá staðreynd að Árni Magnússon fékk handrit hvaðanæva að af landinu; handrit voru skrifuð og lesin um allt land og segja má að hvert hérað geti státað af dýrgrip í Árnasafni.
Eftirgerðum handrita verður komið fyrir á sex stöðum á landinu, á eða nálægt þeim stöðum þaðan sem Árni Magnússon fékk þau. Jafnframt hefur hverju handriti verið fengin fóstra, þjóðþekktur einstaklingur sem lætur sér annt um handritið, heimsækir það á Árnastofnun og kynnist efni þess, útliti og sögu með hjálp handritafræðings. Það kemur svo í hlut fóstrunnar að fara með endurgerð handrits heim í hérað og opna sýninguna sem því er helguð.
|
Hér á eftir fer listi yfir sýningarstaði, opnunardag sýninganna handrit og fóstrur þeirra:
Staðarhólsbók rímna; skinnbók frá fyrri hluta 16. aldar |
Kvæðabók frá Vigur; pappírshandrit frá 17. öld |
|
Kjartan Sveinsson tónlistarmaður fóstrar handritið og opnar, ásamt Steindóri Andersen, sýningu að Tjarnarlundi |
Bragi Valdimar Skúlason textasmiður fóstrar handritið og opnar sýningu í Vigur á Ísafjarðardjúpi 25. júní. Sýningin er haldin í samvinnu við heimamenn í Vigur og Byggða-
|
Flateyjarbók; skinnbók frá lokum 14. aldar |
Physiologus; blöð úr skinnbók frá um 1200 |
|
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fóstrar handritið og opnar sýningu á Þingeyrum í Húnavatnssýslu föstudaginn 31. maí kl. 16. Sýningin er haldin í samvinnu við Þingeyrakirkju og Ingimund Sigfússon og styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Fræðari er Guðrún Nordal. |
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur fóstrar handritið ásamt Hugleiki Dagssyni myndasöguhöfundi og opnar sýningu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík sunnudaginn 12. maí kl. 13. Sýningin er haldin í samvinnu við Menningarhúsið Berg og styrkt af Menningarráði Eyþings. Fræðari er Svanhildur Óskarsdóttir. |
Margrétar saga; skinnbók frá um 1500 |
Skáldskaparfræði; skinnbók frá um 1300 |
|
Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands |
Charlotte Bøving leikari fóstrar handritið og opnar sýn- |