Bókasafn- og upplýsingasvið

Bókasafns- og upplýsingasvið annast bóka- og skjalasafn stofnunarinnar, mynda- og filmusafn og kortasafn. Stærstur hluti safnsins er í Árnagarði v/Suðurgötu en handbókasöfn eru einnig á Laugavegi 13 þar sem nafnfræði-, málræktar- og orðfræðisvið eru til húsa og Þingholtsstræti 29 þar sem Alþjóðasvið er til húsa. Rit eru að jafnaði ekki lánuð út en fólki er eftir föngum veitt aðstaða til lestrar.