Bragfræði

Mynd úr handriti

Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er unnið að rannsóknum og söfnun íslensks kveðskapar jafnt fornum sem nýjum á Braga – óðfræðivef. Bragi er gagnvirkur rannsóknargrunnur í bragfræði- og bókmenntum með ljóðum og lausavísum frá öllum öldum íslenskrar sögu. Skáldskapurinn er flokkaður eftir efni og getið höfunda, þar sem þeir eru þekktir, og sögð deili á þeim. Allmörg lög er einnig að finna á vefnum. Í rafrænni handbók eru skýringar á táknmáli bragarhátta og helstu hugtökum sem notuð eru í háttalýsingum. Bragarhættir ljóða og vísna eru sýndir í grafísku formi og hægt að sjá hvaða ljóð á vefnum eru ort undir ákveðnum háttum. Einnig nýtist hann vel til rannsókna á öðrum sviðum, til dæmis orðfræði, hljóðkerfisfræði og málsögu. Í honum er hægurinn hjá að rannsaka uppruna einstakra bragarhátta, dreifingu þeirra og vinsældir og hvaða hættir þóttu best henta ákveðnum yrkisefnum.

Ritstjóri Braga og umsjónarmaður gagnagrunna er Bjarki Karlsson.
Með honum starfar Kristján Eiríksson sem er frumsmiður Braga og fyrrverandi ritstjóri hans.