Fjöruskeljar – Afmælisrit Jónínu Hafsteinsdóttur

Í tilefni af sjötugsafmæli Jónínu Hafsteinsdóttur 29. mars 2011 ákvað Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að gefa út afmælisrit henni til heiðurs. Með því er stofnunin að þakka Jónínu afar farsælt starf í þágu íslenskra örnefna um langt árabil. Ritið hlaut nafnið Fjöruskeljar.

Í Fjöruskeljum eru birtar yfir 20 greinar sem allar fjalla á einn eða annan hátt um örnefni. Höfundar eru allir kunnáttumenn í faginu, hver á sínu sviði. Fjallað er um örnefni frá sjónarhóli málfræði, fornleifafræði, þjóðfræði, jarðfræði og fleiri greina auk þess sem birtar eru örnefnaskrár og frásagnir um örnefni víða um land.

Efnisyfirlit

 • Formáli
 • Heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria
 • Ari Páll Kristinsson: Ríkjaheiti og ritháttur
 • Árni Björnsson: Klofasteinar og sölvamenn
 • Birna Lárusdóttir: Þúfnabanar, kjarnorka og netabolir
 • Bjarni F. Einarsson: Róum við í selin, rostungs út á melinn
 • Bjarni Harðarson: Síðan urðu þar reimleikar
 • Guðlaugur R. Guðmundsson: Gengið um Garðaholt og nágrenni
 • Guðrún Kvaran: Örnefni í vasabókum Björns M. Ólsen
 • Gunnlaugur Ingólfsson: Kleppsholt eftirstríðsáranna rifjað upp
 • Haukur Jóhannesson: Örnefni í Kolbeinsvík
 • Hjörleifur Guttormsson: Grímsvötn, Vatnajökull og Klofajökull
 • Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir: Nykur í þjóðtrú og örnefnum
 • Katla Kjartansdóttir: Í fylgd með Paura
 • Kjartan Ólafsson: Ræningjahóll í gamla Rauðasandshreppi
 • Kristján Eiríksson: Hugleiðingar um örnefni við Drangey
 • Lýður Björnsson: Stokkfrú
 • Páll Pálsson: Faxahús og ósar í örnefnum
 • Reynir Ingibjartsson: Snæfellsnes eins og það leggur sig
 • Sigurður R. Helgason: Hofmannafl öt og Hofmannafl atir
 • Sigurjón Páll Ísaksson: Eday í Orkneyjum – Æðey í Djúpi
 • Svavar Sigmundsson: Aldur örnefna
 • Valgarður Egilsson: Sólarfjall á Reynisnesi austan Eyjafjarðar
 • Ævar Petersen: Örnefni í Mánáreyjum

Bókin er til sölu í Bóksölu stúdenta og kostar 5.200 kr.