Fréttabréf 10/2015

17.12.2015
Íslendingasagnakort hlaut fyrstu verðlaun
Guðmundur Hálfdánarson forseti Hugvísindasviðs óskar Emily Lethbridge, ásamt Hjördísi Ernu Sigurðardóttur, til hamingju með Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2015
Icelandic Saga Map-verkefnið varð hlutskarpast í árlegri samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands. Lesa meira
17.12.2015
Tilnefning til Fjöruverðlauna
Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur er meðal tilnefndra verka í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Lesa meira
17.12.2015
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2015
Á degi íslenskrar tungu eru jafnan veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar í þágu íslenskrar tungu. Í ár féllu verðlaunin Guðjóni Friðrikssyni í skaut. Lesa meira
17.12.2015
Vesturíslenskt mál og menning
Ráðstefnan var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og tengdist rannsóknaverkefninu „Mál, mábreytingar og menningarleg sjálfsmynd“ sem hlaut styrk úr Rannsóknasjóði (Rannís). Lesa meira
17.12.2015
Styrkir Snorra Sturlusonar 2016

Kathleen Forni, Leszek Gardela og Lena Rohrbach hlutu styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2016.

Lesa meira
17.12.2015
Styrkir úr Málræktarsjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2016. Lesa meira
17.12.2015
Styrkir til handritarannsókna
Ríkisstyrkur Árna Magnússonar fyrir árin 2016 og 2017 og styrkur Sjóðs Árna Magnússonar fyrir árið 2016 eru lausir til umsóknar.  Lesa meira
17.12.2015
Afmælisrit: Svanafjaðrir

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Nýlega kom út ritið Svanafjaðrir skornar Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015. 

Lesa meira
17.12.2015
Jóla-örnefni

Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnast orðið jól í merkingunni „hátíð“ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni „hvönn, hvannleggur.“ Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. 

Lesa meira
17.12.2015
Rímurnar af Mábil sterku
Rímur um konu varðveittar af konu er heiti pistils vikunnar í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir tók saman.  Lesa meira
17.12.2015
Handrit mánaðarins: Páfabulla
Páfabréf frá tímum krossferðanna er handrit desembermánaðar á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesa meira