Fréttabréf 1/2015
![]() |
25. árgangur Griplu er kominn út í ritstjórn Viðars Pálssonar og Jóhönnu Katrínar Friðriksdóttur. Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda. Ritið er stútfullt af áhugaverðu og vönduðu efni nú sem fyrr, átta fræðigreinar auk samtínings. Tekið er við greinum í næsta hefti Griplu fram til 1. apríl nk. Gripla er nú skráð í Arts and Humanities Citation Index-gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga innan matskerfis Háskóla Íslands.
Lesa meiraStjórn Rannsóknasjóðs Rannís úthlutaði 724 milljónum í styrki á árinu 2015. 226 gildar umsóknir bárust og voru 67 þeirra styrktar, þar á meðal eru tvö verkefni sem unnin verða á stofnuninni: Gullskinna og Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri.
Lesa meiraStofnunin og Rannsóknarstofa í máltileinkun gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli 29. maí. Óskað er eftir tillögum að fyrirlestrum.
Lesa meiraÁrnanefnd - Kaupmannahafnarháskóli auglýsir styrki til handritarannsókna í Kaupmannahöfn fyrir árin 2015 og 2016 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.
Lesa meiraHvað myndu ferðalangar segja ef þeir fengju ekki að sjá píramídana í Egyptalandi, verk Michelangelos í Sixtínsku kapellunni, Monu Lisu í Louvre? Grein eftir Einar Fal Ingólfsson.
Lesa meira