Fréttabréf 1/2015

30.01.2015
Gripla XXV komin út
Gripla 25 - kápumynd

25. árgangur Griplu er kominn út í ritstjórn Viðars Pálssonar og Jóhönnu Katrínar Friðriksdóttur. Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda. Ritið er stútfullt af áhugaverðu og vönduðu efni nú sem fyrr, átta fræðigreinar auk samtínings. Tekið er við greinum í næsta hefti Griplu fram til 1. apríl nk. Gripla er nú skráð í Arts and Humanities Citation Index-gagnagrunninn sem tekinn er saman hjá Thomson Reuters og er metin til hæstu stiga innan matskerfis Háskóla Íslands.

Lesa meira
30.01.2015
Gripla XXIII á rafrænu formi
23. árgangur Griplu (2012) er nú aðgengilegur á rafrænu formi. Í honum eru 11 ritrýndar greinar auk samtínings á tæplega 400 síðum. Ritstjórar: Gísli Sigurðsson og Viðar Pálsson. Lesa meira
30.01.2015
66 handrit úr fórum Árna Magnússonar
Ritið 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nú komið út í danskri og enskri þýðingu. Staldrað er við 66 handrit úr safni Árna, eitt fyrir hvert ár sem hann lifði, og þeim lýst í máli og einstökum myndum. Lesa meira
30.01.2015
Gullskinna - Þjóðsögur og ævintýri

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís úthlutaði 724 milljónum í styrki á árinu 2015. 226 gildar umsóknir bárust og voru 67 þeirra styrktar, þar á meðal eru tvö verkefni sem unnin verða á stofnuninni: Gullskinna og Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri.

Lesa meira
30.01.2015
Ráðstefnuboð

Stofnunin og Rannsóknarstofa í máltileinkun gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli 29. maí. Óskað er eftir tillögum að fyrirlestrum.

Lesa meira
30.01.2015
Styrkir til handritarannsókna

Árnanefnd - Kaupmannahafnarháskóli auglýsir styrki til handritarannsókna í Kaupmannahöfn fyrir árin 2015 og 2016 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.

Lesa meira
30.01.2015
Hvað með handritin?

Hvað myndu ferðalangar segja ef þeir fengju ekki að sjá píramídana í Egyptalandi, verk Michelangelos í Sixtínsku kapellunni, Monu Lisu í Louvre? Grein eftir Einar Fal Ingólfsson.

Lesa meira
30.01.2015
Helgubók – kvæðasafn
Bókin í safni Árna Magnússonar er eitt fárra skinnhandrita þar sem skrifarinn er þekktur með vissu. Á saurblaði handritsins er að finna slitur úr tileinkun: „Helga Gísladóttir sögð er á þessa bók [...] föður mínum Gísla Jónssyni p(resti) anno Domini 1549.“ Lesa meira