Fréttabréf 2/2015

27.02.2015
100 ára kosningaréttur kvenna
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi (1915–2015)

Árið 2015 er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og kjörgengi til Alþingis. Sérfræðingar á Árnastofnun minnast tímamótanna og rita stutta pistla sem birtir verða vikulega á vef stofnunarinnar. Pistlarnir fjalla um konur í menningarsögunni og tengjast öllum fræðasviðum stofnunarinnar.

Lesa meira
27.02.2015
Íslensk máltækni – Almannarómur
Mynd fengin af vefnum almannaromur.is
Almannarómur er stofnaður til að sinna íslenskri máltækni með það að markmiði að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum, að vernda íslenska tungu, og að stuðla að aðgengi almennings og atvinnulífs að nauðsynlegri tækni. Lesa meira
27.02.2015
Sjömannabani
Mynd af skipi.
Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Sjömannabani er örnefni mánaðarins. Lesa meira
27.02.2015
Langa Edda; AM 738 4to
Valhöll og miðgarðsormur
Smellið á myndi til að stækka
AM 738 4to er pappírshandrit frá síðari hluta sautjándu aldar. Margir fræðimenn hafa skrifað um einstaka texta sem þar eru varðveittir en þegar fjalla á um handritið í heild kemur í ljós að furðu lítið er um það vitað. Langa Edda, sem er há og mjó og þekktust fyrir myndir af ásum og vönum, er handrit mánaðarins. Lesa meira