Fréttabréf 2/2016

24.02.2016
Rit Þórunnar fær viðurkenningar
Heiður og huggun Þórunn
Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld færði Þórunni Sigurðardóttur Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Huggunarsálmur í SÁM 14 er af því tilefni handrit febrúarmánaðar. Lesa meira
24.02.2016
Rannsóknarsjóður HÍ styrkir fræðimenn
Fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum uppskera. Lesa meira
24.02.2016
Gripla XXVI
Út er komin Gripla XXVI (2015). Ritstjórar eru Emily D. Lethbridge, Jóhanna Katrín Friðriksdóttir og Viðar Pálsson. Lesa meira
24.02.2016
Þúsund svör Guðrúnar
Guðrún Kvaran, prófessor emerita hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er í stuttu viðtali í tilefni af því að hafa svarað 1000 fyrirspurnum á Vísindavef Háskólans. Lesa meira
24.02.2016
Stöður lausar til umsóknar
Nú eru síðustu forvöð að sækja um stöður sem lausar eru hjá annars vegar orðfræðisviði og hins vegar handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016. Lesa meira
24.02.2016
Ritdómur um Góssið hans Árna

Bókin Góssið hans Árna er sögð skýra vel hvers vegna handritasafn Árna Magnússonar á heima á lista UNESCO. Hana er hægt að kaupa á tilboðsverði hjá stofnuninni til loka febrúarmánaðar.

Lesa meira
24.02.2016
„Bækr nem þú blíðliga“

Jóhanna Katrín Friðriksdóttir, Marie Curie-styrkþegi á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flutti nýverið erindi sem hún nefndi „„Bækr nem þú blíðliga“: Konungs skuggsjá, konur og handrit frá síðmiðöldum“.

Lesa meira
24.02.2016
Málstofa: Silvia Hufnagel
Dr. Silvia Hufnagel, Marie-Curie styrkþegi við Institut für Mittelalterforschung der Österreichischen Akademie der Wissenschaften í Vínarborg, var fyrirlesari í þriðju málstofu vormisseris við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.  Lesa meira
24.02.2016
Heimasíða í vinnslu
Heimasíða Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er í endurskoðun. Láttu í þér heyra varðandi hvað má betur fara! Lesa meira
24.02.2016
Örnefni febrúarmánaðar
Laugavegur eða Laugarvegur, þar er efinn! Lesa meira