Fréttabréf 3/2013

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Húsi íslenskra fræða 11. mars 2013. Ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir.

Framkvæmdir við nýbyggingu Húss íslenskra fræða hófust með táknrænum hætti í gær þegar Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu fyrir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Hús íslenskra fræða mun rísa við Arngrímsgötu 5. Lóðin afmarkast af Suðurgötu til austurs, Guðbrandsgötu til suðurs, Arngrímsgötu til vesturs og Þjóðarbókhlöðu til norðurs.

Lesa meira.

Menningarráð Eyþings, Vesturlands, Norðurlands vestra og Austurlands styrktu verkefnið handritin alla leið heim. Eftirlíkingar af sex gersemum verða sýndar sem næst þeim stöðum sem Árni Magnússon fékk þau. Einstaklingar úr heimahéraði handritanna „fóstra" þau.

Lesa meira.

Staða íslenskukennara við Sorbonneháskóla í París er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. september 2013. Umsóknir skulu sendar til stofnunarinnar fyrir 15. mars.

Lesa meira.
13.03.2013

Umsóknarfrestur í alþjóðlega sumarskólann í handritafræðum rennur út 31. mars. Í sumar er námskeiðið haldið í Reykjavík 14.–22. ágúst en annað hvert ár er það haldið í Kaupmannahöfn.

Lesa meira.

Hugsa sér að forfeður okkar, og þá ekki síst formæður, skuli hafa skolfið úr öllum þessum kulda og verið svona orkulaus – mitt í allsnægtunum. Er kannski eitthvað áþekkt sem við komum ekki auga á en seinni tímar eiga eftir að sjá?

Lesa meira.
13.03.2013

Kolgrafafjörður á Snæfellsnesi hefur talsvert verið í fréttum undanfarna mánuði vegna mikils síldardauða þar í desember 2012 og aftur í febrúar 2013. Örnefni mánaðarins er Urthvalafjörður.

Lesa meira.
13.03.2013

Mörg orð má hafa um það ástand þegar allt fer úr skorðum og ekki verður séð hvert stefnir og hvernig ræst geti úr. Meðal þeirra er orðið ringulreið. Form orðsins og yfirbragð er nokkuð sérkennilegt. Orð vikunnar.

Lesa meira.

AM 551 a 4to virðist gert af nokkrum vanefnum, sum blöðin eru aðeins í hálf miðað við meirihluta blaðanna og önnur ná ekki að vera réttur ferhyrningur. Að auki eru göt á nokkrum blöðum sem skrifað hefur verið í kringum. Handrit mánaðarins.

Lesa meira.