Fréttabréf 3/2015

12.03.2015
Handrit í miðborginni
Landnámssýningin við Aðalstræti 16. Mynd fengin af vefnum www.minjavernd.is
21. mars verður opnuð sýning í Borgarsögusafni á handritum sem fengin eru að láni hjá stofnuninni. Valin voru fjögur handrit og eitt fornbréf sem tengjast með einum eða öðrum hætti landnámi og sögu Reykjavíkur. Textar handritanna eru Landnámabók, Íslendingabók, Kjalnesingasaga og Jónsbók en fornbréfið greinir frá sölu Reykjavíkur. Lesa meira
12.03.2015
Hugvísindaþing
Háskóli Íslands

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á Hugvísindaþingi 13.–14. mars. Þeirra á meðal eru erindi fræðimanna á Árnastofnun í málstofum um kvæðabók séra Ólafs á Söndum, um málheimildir og málbreytingar og sögu biblíuþýðinga og biblíuskilnings. Vakin er athygli á alþjóðlega málþinginu „Vandinn við minnið“ sem haldið er samhliða Hugvísindaþingi.

Lesa meira
12.03.2015
Jórunnir tvær
Málverk: Peter Nicolai Arbo (1868); heiti myndar: 'Ingeborg'. (Friðþjófs saga frækna).
Málverk: Peter Nicolai Arbo (1868); heiti myndar: 'Ingeborg'. (Friðþjófs saga frækna).
Í íslenskum fornbókmenntum er að finna margar eftirminnilegar kvenpersónur en ekki hafa þær allar hlotið verðskuldaða athygli. Má þar nefna konur sem stilla til friðar og letja menn sína til hefnda. Beinum nú kastljósinu að tveimur slíkum persónum sem báðar heita Jórunn. Jórunnir tvær er pistill vikunnar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Lesa meira
12.03.2015
Orðabókarhandrit Jóns úr Grunnavík
Úr orðabók Jóns úr Grunnavík

Handrit mánaðarins er handrit að íslenskri orðabók og var skrifað af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík á árunum 1734 og fram undir það að hann lést 1779. Lengi hafði blundað í Jóni að vinna að orðabókarverki þegar hann hófst handa að vinna að handriti sínu. Það er mjög mikið að vöxtum, um 6000 síður, varðveitt í níu bindum í arkarbroti. Í upphafi setti hann markið hátt enda tæplega þrítugur og bjartsýnn á að markmiðinu yrði náð.

Lesa meira