Fréttabréf 3/2016

23.03.2016
Stuðningur við Hús íslenskunnar
Lóð fyrir hús Íslenskunnar

Nokkrir Íslendingar birtu opinberlega hugleiðingar sínar um Hús íslenskunnar þremur árum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin 11. mars 2013. Lesa má skrif þeirra Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Katrínar Jakobsdóttur og Jóns Sigurðssonar á vefsíðu Árnastofnunar.

Lesa meira
23.03.2016
Heimsókn hælisleitenda á stofnunina

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fékk góða heimsókn rétt fyrir páska þegar Rauði krossinn og nokkrir hælisleitendur heimsóttu stofnunina.

Lesa meira
23.03.2016
Vefgáttin málið.is hlýtur styrk

Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttur hefur veitt veglegan styrk til að þróa vefgáttina málið.is. Styrkurinn nýtist til að miðla gjaldfrjálsum gögnum um íslenska tungu til almennings.

Lesa meira
23.03.2016
ISLEX hlýtur veglegan styrk

Finnskur hluti margmála orðabókarinnar ISLEX hlaut á dögunum veglegan þróunarstyrk frá Finnska menningarsjóðnum.

Lesa meira
23.03.2016
Nýskráning á landsskrá

Konungsbók eddukvæða GKS 2365 4to hlaut nýskráningu á landslista um Minni heimsins 8. mars. Þar með aukast möguleikar þessa merkilega handrits á að verða skráð á heimsskrá UNESCO um Minni heimsins.

Lesa meira
23.03.2016
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV
Góssið hans Árna og Heiður og huggun voru tilnefnd í flokki fræðirita og féllu verðlaunin því síðarnefnda í skaut. Lesa meira
23.03.2016
Handritaspjall allar helgar í apríl
Fjórir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verða með handritaspjall í apríl á sýningunni Landnámssögur arfur í orðum, sem er á sama stað og Landnámssýningin í Aðalstræti. Lesa meira
23.03.2016
Tímaritið Orð og tunga er komið út
18. hefti tímaritsins Orð og tunga er komið út í ritstjórn Ara Páls Kristinssonar. Lesa meira
23.03.2016
Orðasafn um íslenskan fiskiðnað

Fyrir skömmu barst orðfræðisviði stofnunarinnar að gjöf íslenskt orðasafn um fiskiðnað frá dr. Owe Gustavs í Hidensee í Þýskalandi.

Lesa meira
23.03.2016
Málstofa: Eva María Jónsdóttir

Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningarstjóri stofnunarinnar var fyrirlesari í þriðju málstofu vormisseris. Í fjórðu málstofunni 20. apríl mun svo Gisle Andersen prófessor við Háskólann í Björgvin halda erindi um „Nyordsforskning ved hjelp av korpusleksikografisk metode“.

Lesa meira
23.03.2016
Örnefni mánaðarins
Hvaðan kemur örnefnið Noregur? Hallgrímur J. Ásmundsson veltir vöngum yfir því hvort forn norrænn sækonungur að nafni Nórr eða Nóri gæti hafa komið þar við sögu. Lesa meira
23.03.2016
Handrit mánaðarins
Dómabók úr Holti í Önundarfirði AM 196 4to er handrit marsmánaðar. Guðrún Ása Grímsdóttir er höfundur pistilsins. Lesa meira