Fréttabréf 4/2015

29.04.2015
Íslenskar alþýðusögur á okkar tímum
Íslenskar alþýðusögur, kápumynd.

Út er komin bókin Íslenskar alþýðusögur á okkar tímum eftir dr. Konrad Maurer sem er þýðing á þjóðsagnasafni sem gefið var út í Þýskalandi árið 1860. Maurer ferðaðist á hestbaki um Ísland 1858. Hvar sem hann fór talaði hann við fólkið, fræddist um hagi þess og fékk það til að segja sér sögur. Ritstjóri er Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur.

Lesa meira
29.04.2015
Orð og tunga
Orð og tunga, kápumynd.

Út er komið 17. hefti tímaritsins Orðs og tungu. Ritið geymir sjö ritrýndar greinar auk eins ritdóms. Ritstjóri er Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor. Stofnunin gefur tímaritið út árlega en þar eru birtar greinar sem lúta að máli og málfræði. Sérstök áhersla er lögð á orðfræði, þar á meðal nafnfræði og íðorðafræði, og á orðabókafræði og orðabókagerð.

Lesa meira
29.04.2015
Stafirnir c, q, z og w felldir úr stafrófinu
Mynd af bókstöfum
„Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?“ Að minnsta kosti frá árinu 1929 hafa gilt reglur um frágang íslensks ritmáls án c, q, w og síðan 1974 hefur ekki heldur verið þörf á z til að rita íslensk orð rétt samkvæmt íslenskum ritreglum. Til þess þarf ekki nema 32 bókstafi á okkar tímum. Lesa meira
29.04.2015
Færeyska í veforðabókina ISLEX
Á fundi í Færeyjum í tilefni móðurmálsdags Færeyinga.

Færeyskur hluti ISLEX-orðabókarinnar var opnaður í síðasta mánuði við hátíðlega athöfn í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Opnunin var hluti af viðamikilli dagskrá móðurmálsdags Færeyinga sem haldinn var hátíðlegur á fæðingardegi málfræðingsins V.U. Hammershaimbs, 25. mars.

Lesa meira
29.04.2015
Mikil gleðikona var hún og ekki ein um það!
Þuríður Kúld

Kvennabaráttan er háð á mörgum sviðum og tilkall til jafnrar stöðu kvenna og karla snýr að margvíslegum félagslegum þáttum ekkert síður en lagalegum réttindum, þar á meðal að tungumálinu. Baráttan um tungumálið: Gleðikonur, gleðimenn og annað fólk er nýr pistill á vef stofnunarinnar í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna.

Lesa meira
29.04.2015
Kjalnesingar, Króka-Refur og Hrafnistumenn
Mynd úr handriti, Kjalnesinga sögu

AM 471 4to er lítið og hnellið handrit frá síðari hluta 15. aldar. Það er lúið og víða illlæsilegt; blöð eru orpin, blettótt og götótt og texti víða máður. Handritið geymir m.a. Kjalnesinga sögu sem gerist að mestu í næsta nágrenni við Reykjavík. Nú er handritið á sýningu í Aðalstræti 16 í Reykjavík. AM 471 4to er handrit mánaðarins.

Lesa meira