Fréttabréf 4/2016

03.05.2016
Handritaspjall allar helgar í apríl
Handrit Kjalnesingasögu
Handrit Kjalnesingasögu. Smellið á mynd til að stækka. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir.

Fjórir fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum buðu upp á handritaspjall allar helgar í apríl á sýningunni Landnámssögur – arfur í orðum sem er á sama stað og Landnámssýningin í Aðalstræti.

Lesa meira
03.05.2016
Stofnun Vinafélags Árnastofnunar

Vinafélag Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var stofnað við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu á síðasta vetrardegi, 20. apríl. Þann sama dag 45 árum fyrr – sem þá bar raunar upp á sumardaginn fyrsta – komu fyrstu handritin heim frá Danmörku.

Lesa meira
03.05.2016
Fyrsta doktorsritgerðin í orðabókafræði

Rósa Elín Davíðsdóttir varði doktorsritgerð sína í málvísindum þann 9. apríl í París. Þetta er fyrsta sameiginlega doktorsgráðan við námsbraut rómanskra og klassískra mála við Háskóla Íslands og fyrsta sameiginlega doktorsgráðan við frönskudeild Sorbonne-háskóla og Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.

Lesa meira
03.05.2016
Styrkt doktorsnemastaða laus til umsóknar

Verkefnið er styrkt af Rannís og felur í sér þriggja ára laun til doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni um Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367 4to). 

Lesa meira
03.05.2016
Málstofur í apríl og maí

Gisle Andersen prófessor við Háskólann í Björgvin í Noregi var fyrirlesari í fjórðu málstofu vormisseris. Málstofuröðinni lýkur svo 13. maí. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, flytur þá erindi sem nefnist: Sagnagrunnur, Sigurður Guðmundsson, og þjóðsagnasöfn á Íslandi: Þrír nýir þjóðfræðigagnagrunnar unnir í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem tengjast sköpun þjóðmenningar á Íslandi.
 

Lesa meira
03.05.2016
Útgáfusamningur við Gyldendal

Skrifað var undir útgáfusamning við danska útgáfurisann Gyldendal um stakar Íslendingasögur í danskri þýðingu við hátíðlega athöfn í málstofu Árnastofnunari.

Lesa meira
03.05.2016
Heimsókn þingmanns á Árnastofnun

Þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur sýnt áhuga á opnum aðgangi að gögnum og heimsótti því Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á öðrum degi sumars.

Lesa meira
03.05.2016
Örnefni mánaðarins

Örnefnið Tortóla hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og ár en ekki hvað síst nú í aprílmánuði 2016. Og eins og stundum er tilfellið með skrýtin örnefni er Tortóla-nafnið byggt bæði á fullkomnum misskilningi og/eða talsverðum blekkingum.

Lesa meira
03.05.2016
Handrit mánaðarins

Handrit mánaðarins er Grágás, lagaskrá og lögskýringarit Íslendinga frá upphafi lagaritunar og langt fram á 13. öld.

Lesa meira