Fréttabréf 5/2015

07.05.2015
Eru merkilegar heimildir í safninu þínu?
Merki Unesco

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á landskrá Íslands. Tilgangur UNESCO með verkefninu Minni heimsins, ásamt samnefndri varðveisluskrá, er að vekja athygli á mikilvægum skráðum menningararfi heimsins með því að útnefna skráðar heimildir sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Lesa meira
07.05.2015
Handritamenning síðari alda
Málþing um handritamenningu síðari alda verður haldið í ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 9. maí kl. 10.15–16.30.  Á málþinginu verða kynntar niðurstöður rannsókna sem unnar hafa verið innan fjögurra stórra rannsóknaverkefna sem voru styrkt af Rannsóknasjóði á árunum 2010‒15. Lesa meira
07.05.2015
Málþing um íslensku sem annað og erlent mál

Málþing um rannsóknir á sviði annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli verður haldið í Norræna húsinu 29. maí. Tekin verður til umfjöllunar fræðsla útlendinga í íslensku máli og menningu og stuðningur við menningarfærni þeirra.

Lesa meira
07.05.2015
Nýmæli
Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 20. maí á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15–10. Á fundinum verður fjallað um málrækt í víðum skilningi. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur. Lesa meira
06.05.2015
Gottáttuhrísla
Oftar en ekki eru örnefni dauður hlutur og fastur punktur í tilverunni. Dæmi: fjall, gil, hraun. Því er þó ekki að neita að örnefni geta verið á hreyfingu. Lækurinn líður, fjaran hverfist fram og aftur, jökullinn skríður. Sjaldnast er þó hægt að horfa á örnefni vaxa og dafna, laufgast og sölna. Gottáttuhrísla er örnefni mánaðarins. Lesa meira
06.05.2015
Skarðsbók Jónsbókar AM 350 fol.

Íslendingar fengu lögbókina Járnsíðu árið 1273 sem var að nokkru leyti byggð á Grágás en voru ósáttir við hana og því var samin ný lögbók sem lögtekin var á Alþingi 1281. Brátt var tekið að nefna hana Jónsbók eftir Jóni Einarssyni lögmanni. Skarðsbók Jónsbókar AM 350 fol. er handrit mánaðarins.

Lesa meira
06.05.2015
Margvíslegur fróðleikur handa nunnum

Handritið AM 764 4to skiptist ekki í regluleg kver heldur er eins og tvinnum, stökum blöðum og stundum blaðsneplum hafi verið bætt í bókina eftir því sem skrifurum fjölgaði. Reynistaðarbók – Margvíslegur fróðleikur handa nunnum er nýr pistill í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna.

Lesa meira