Fréttabréf 6/2015

12.08.2015
Árnastofnun – Nýtt aðsetur
Laugavegur 13. Skjáskot af ja.is/kort

Hluti af starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flust á Laugaveg 13. Um er að ræða málræktarsvið, nafnfræðisvið og orðfræðisvið sem áður voru á Neshaga 16. Á Laugaveg 13 flyst nú jafnframt aðsetur þeirra nefnda sem stofnunin þjónar:  Íslenskrar málnefndar, Málnefndar um íslenskt táknmál og örnefnanefndar. Seðlasöfn Orðabókarinnar eru þegar aðgengileg en enn er verið að koma bóka- og skjalasöfnum í gagnið eftir flutningana.

Lesa meira
12.08.2015
Nýr forvörður

Signe Hjerrild Smedemark hefur verið ráðin forvörður við stofnunina. Signe er með meistaragráðu frá Det kongelige danske kunstakademis skoler for arkitektur, design og konservering í Kaupmannahöfn og BS-próf í forvörslu frá háskólanum í Gautaborg.

Lesa meira
07.08.2015
Málfar og handrit í Skagafirði
Laugardaginn 29. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í Skagafirði. Að þinginu standa Kakalaskáli, Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og heimamenn. Fjallað verður um málfar og handrit að fornu og nýju. Lesa meira
07.08.2015
Sagnalíf
Út er komið ritið Sagnalíf – sextán greinar um fornar bókmenntir. Í bókinni er úrval greina eftir Jónas Kristjánsson (1924–2014), fyrrverandi forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Lesa meira
07.08.2015
Í fót­spor Árna Magnús­son­ar í Vest­ur­heimi
Há­skóla­sjóður H/​f Eim­skipa­fé­lags Íslands og stofnunin hafa gert með sér sam­starfs­samn­ing um að sjóður­inn styrki verk­efni á veg­um Árna­stofn­un­ar sem felst í því að safna upp­lýs­ing­um um hand­rit í Vest­ur­heimi og skrá á sta­f­rænt form. Lesa meira
07.08.2015
Alþjóðleg sumarnámskeið
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur ár hvert fyrir tveimur alþjóðlegum sumarskólum. Í öðrum þeirra er kennt íslenskt mál og menning og í hinum handritafræði. Lesa meira
07.08.2015
Kókakólaróló og lögguhús
Hall­grím­ur J. Ámunda­son, ís­lensku­fræðing­ur og ör­nefna­fræðing­ur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur farið af stað með söfn­un ör­nefna og annarra heita í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Lesa meira
07.08.2015
Norrænir íðorðadagar
Norrænu íðorðadagarnir Nordterm 2015 voru haldnir í Reykjavík í júní. Meginefni ráðstefnunnar var spurningin um ábyrgð á stjórnun íðorðastarfs (Forvaltning af fagsprog i samfundet:  Hvem har ansvaret? Hvem tager ansvaret?). Lesa meira
07.08.2015
Farkennsla um handrit og menningu
Safnkennari stofnunarinnar hefur farið vítt og breitt um landið og frætt nemendur í um fjörutíu grunnskólum um handritin, fornt handverk og menningu miðalda. Skipulögð farkennsla hófst á Akranesi, í mars 2014, og lauk á Snæfellsnesi í maí 2015. Lesa meira
07.08.2015
Ályktun Málnefndar um íslenskt táknmál

7. júní ár hvert ályktar Málnefnd um íslenskt táknmál um stöðu málsins. Ályktun nefndarinnar í ár má lesa ef smellt er á fyrirsögnina. Þar er einnig aðgangur að skýrslunni í heild sinni á táknmáli og í pdf-skjali á íslensku og ensku.

Lesa meira
07.08.2015
Ársskýrsla 2014

Ársskýrsla stofnunarinnar 2014 kom út í vor. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar. Áhugasamir geta fengið skýrsluna senda í pósti en einnig er aðgangur að henni á vef stofnunarinnar. Í vefútgáfunni er að auki yfirlit yfir rit og erindi starfsmanna.

Lesa meira
07.08.2015
Hauksbók
Þess er getið í íslenskum annálum að árið 1308 hafi „lærðra manna spítali“, einhvers konar vistheimili fyrir aldraða og sjúka, verið stofnaður í Gaulverjabæ í Flóa. Árni Helgason og Haukur Erlendsson höfðu forgöngu um þessa stofnun. Hauksbók er handrit mánaðarins. Lesa meira