Fréttabréf 6/2016

30.06.2016
Nýr rannsóknarlektor á handritasviði
Þórunn Sigurðardóttir lektor á handritasviði
Þórunn Sigurðardóttir hefur verið sjálfstætt starfandi fræðimaður um nokkurt skeið en hefur störf á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í haust. Lesa meira
30.06.2016
Sýning á Íslensku teiknibókinni í Hörpu
Sýning á öllum fyrirmyndum þessa einstæða miðaldahandrits auk útskýringa og eftirgerða á skinn stendur yfir í Hörpu dagana 1. júlí – 15. ágúst. Lesa meira
30.06.2016
Handritaleiðsögn á ensku um helgar
Erlendir nemendur í miðaldafræði við Háskóla Íslands bjóða upp á leiðsögn á ensku um handritasýninguna í Aðalstræti allar helgar í sumar. Lesa meira
30.06.2016
10 ára afmæli stofnunarinnar
Í haust verða 10 ár liðin frá sameiningu fimm lykilstofnana á sviði íslenskra fræða sem saman mynda Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesa meira
30.06.2016
Fundur kennara í íslensku erlendis
Íslenskukennsla fyrir útlendinga, kennslufræði tungumála, kennslubækur, íslensk fræði og menningarkynning erlendis var meðal þess sem bar á góma á árlegum samráðsfundi íslenskukennara í erlendum háskólum víðs vegar um heim. Lesa meira
30.06.2016
Handrit mánaðarins
Kaupbréf fyrir Reykjavík frá árinu 1615 er handrit júnímánaðar. Það er nú til sýnis á landnámssýningu Borgarsögusafns Reykjavíkur í Aðalstræti auk fjögurra annarra handrita frá stofnuninni. Lesa meira