Fréttabréf 7/2015

10.09.2015
Sigurðar Nordals fyrirlestur: Bo Ralph
Bo Ralph

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, 14. september, gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Fyrirlesturinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst klukkan 17. Fyrirlesari að þessu sinni verður Bo Ralph, prófessor emeritus í málvísindum við Gautaborgarháskóla og félagi í Sænsku akademíunni. Fyrirlesturinn nefnist »et land, … i så många afseenden märkvärdigt» — Islandsbilden i Sverige under fyrahundra år og verður fluttur á sænsku. Allir eru velkomnir.

Lesa meira
10.09.2015
Vesturíslenskt mál og menning

Þverfagleg málstofa um vesturíslenskt mál og menningu verður á fimmtudögum í haust kl. 10–12.30 í Árnagarði, stofu 303. Gefið verður yfirlit yfir þróun íslensku og íslenskrar menningar í Vesturheimi og samspil máls og menningar þar allt frá upphafi vesturferða til dagsins í dag. Margir fyrirlesarar koma við sögu, málfræðingar, bókmenntafræðingar, menningarfræðingar og sagnfræðingar en hver málstofa hefur ákveðið þema. Allir eru velkomnir.

Lesa meira
10.09.2015
Kluftar
Margir bæir á Íslandi hafa orðið kunnir vegna þess að þaðan hafa komið einstaklingar sem getið hafa sér gott orð fyrir atgervi eða afrek einhvers konar. Á Kluftum var kostakýrin Huppa, ættmóðir Kluftakynsins sem dreifst hefur um allt land og haft víðtæk áhrif á nautgriparækt Íslendinga. Huppa var fædd 1926, lifði langa ævi og eignaðist mörg afkvæmi sem reyndust vel og sum með ágætum. Hróður hennar barst víða um land. Örnefni mánaðarins er Kluftar. Lesa meira
10.09.2015
Jörð fyrir lifandi fé, slátur og járn

Í landslagabókinni (Jónsbók) sem samþykkt var á alþingi 1281 segir að við jarðakaup skuli kveða á um landamerki og kaupa land með handsölum að viðstöddum vottum. Bréf skuli gera um kaupin með skilmálum og hafa innsigli fyrir. Eignir flestra sem eitthvað áttu á annað borð á fyrri öldum fólust að meginhluta í jörðum. Jarðakaup og jarðaskipti voru því tíð og til urðu afar mörg jarðakaupsbréf. Handrit mánaðarins er skinnbréfið AM Dipl. Isl. Fasc. X 13.

Lesa meira