Fréttabréf 7/2016

29.08.2016
Afmælishaust
Starfsfólk í holu 2
Í haust verða 10 ár liðin frá sameiningu fimm lykilstofnana á sviði íslenskra fræða sem saman mynda nú Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Af þessu tilefni verður efnt til viðburðaraðar sem hefst 1. september og lýkur 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Lesa meira
29.08.2016
Ráðstefna: Heimur í brotum
Alþjóðleg ráðstefna sem ber heitið Heimur í brotum: GKS 1812 4to og alfræði miðalda verður haldin í Viðey dagana 20. – 21. október. Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að öld er liðin frá því að íslenskir alfræðitextar frá miðöldum voru gefnir út undir heitinu Alfræði íslenzk I–III. Eitt mikilvægasta handritið sem stuðst var við við útgáfuna er GKS 1812 4to og á ráðstefnunni verður sjónum beint sérstaklega að því.  Lesa meira
29.08.2016
Íslensk-rússnesk veforðabók
Í sumar hefur verið unnið að því að gera íslensk-rússneska orðabók aðgengilega á vefnum. Orðabókin, sem samin er af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar, kom út árið 1962 og er fyrir löngu orðin uppseld. Vinna við að færa verkið í gagnagrunn hófst sumarið 2016 eftir að styrkur til þess fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Áformað er að orðabókin verði notendum aðgengileg í lok sumars. Lesa meira
29.08.2016
Uppskerutíð eftir sumarnámskeið
Fjölmargir nemendur lögðu stund á nám á vegum Stofnunar Árna Magnussonar í íslenskum fræðum í sumar. Áður en ágúst var hálfnaður höfðu vel á annað hundrað nemendur frá 40 löndum lokið námi í íslensku eða handritafræðum, sumir jafnvel úr hvoru tveggja. Lesa meira
29.08.2016
Þingkall: Íslenskar miðaldabókmenntir
Auglýst er eftir tillögum að fyrirlestrum fyrir alþjóðlega ráðstefnu – „Time, Space and Narrative in Medieval Icelandic Literature“ – sem verður haldin í Reykjavík 17.–18. mars 2017. Frestur til að skila inn tillögum á rafrænu formi er til 1. október. Ráðstefnan er lokaviðburður rannsóknarverkefnis sem hefur staðið yfir í þrjú ár með stuðningi Rannís. Lesa meira
29.08.2016
Áfanga náð í starfi Wikisögu

Wikisaga, lýsandi heimildaskrá Egils sögu og Njáls sögu, heldur áfram að stækka og dafna. Þar má nú finna upplýsingar um tæplega 1000 fræðirit og ritgerðir um Eglu og Njálu.  

Lesa meira
29.08.2016
Handritaleit í Saskatchewan
Katelin Parsons hélt í sumar áfram leit sinni að íslenskum handritum vegna rannsóknarverkefnisins Í fótspor Árna Magnússonar. Í sumar heimsótti hún Saskatchewan í Kanada. Lesa meira
29.08.2016
Örnefni mánaðarins
Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun það vera tökuorð úr miðlágþýsku. Seinna kom orðið strútur inn í íslensku, sennilega úr ensku máli. Orðið sem haft er um fuglinn strút stendur ekki í beinu sambandi við örnefni sem bera sama nafn en þau eiga sér þó að líkindum sama uppruna. Lesa meira
29.08.2016
Handrit mánaðarins

Íslenska teiknibókin er handrit í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Teiknibókin er einstæð meðal íslenskra miðaldahandrita og ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Vestur-Evrópu. Bókin er því ómetanlegur menningararfur á heimsvísu

Lesa meira