Fréttabréf 8/2015

23.10.2015
Málstofa: Signe Hjerrild Smedemark
Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði

Signe Hjerrild Smedemark, forvörslufræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur fyrirlestur í annarri málstofu vetrarins föstudaginn 23. október. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og kallast: „Den bevaringsmæssige tilstand af håndskriftssamlingen.“

Lesa meira
19.10.2015
Ný útgáfa: Heiður og huggun
Bókin Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir dr. Þórunni Sigurðardóttur er komin út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.  Lesa meira
08.10.2015
Nýr starfsmaður á alþjóðasviði
Kristín Una Friðjónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri í hálfsdagsstarf á alþjóðasviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lesa meira
08.10.2015
Endurnýjuð ríkjaheitaskrá
Fyrr á árinu var settur á fót starfshópur til að samræma og uppfæra heiti erlendra ríkja sem koma fyrir í íslenskum textum. Lesa meira
08.10.2015
Málstofa: Oleksandr Mykhed
Oleksandr Mykhed, rithöfundur og kennari í ritlist við Taras Shevchenco-þjóðarháskólann í Kiev í Úkraínu, flutti fyrirlestur í fyrstu málstofu misserisins. Lesa meira
08.10.2015
Carol Clover sæmd heiðursdoktorsnafnbót
Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands sæmdi prófessor Carol J. Clover heiðursdoktorsnafnbót við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 2. október. Lesa meira
08.10.2015
Stafræn varðveisla gamalla hljóðrita
Fyrirlestur á vegum Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) um stafræna yfirfærslu gamalla hljóðrita og rafræna varðveislu sýninga var fluttur miðvikudaginn 14. október síðastliðinn. Lesa meira
08.10.2015
Afmælisrit á merkisafmælum samstarfsmanna
Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum er þeir eiga merkisafmæli. Nú eru komin út afmælisrit tileinkuð Ástu Svavarsdóttur og Terry Gunnell. Lesa meira
08.10.2015
Styrkir Snorra Sturlusonar
Umsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2016 er til 31. október. Styrkirnir eru ætlaðir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Sérstök nefnd veitir styrkina og verður tilkynnt um úthlutun hennar í desember. Lesa meira
08.10.2015
Handrit mánaðarins: Íslendingabók
Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Lesa meira
08.10.2015
Kvenna-örnefni

Í ár er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og kjörgengi til Alþingis. Sérfræðingar á Árnastofnun minnast tímamótanna og rita stutta pistla sem birtast vikulega á heimasíðu stofnunarinnar. Nú er röðin komin að kvenna-örnefnum.

Lesa meira