Fréttabréf 8/2016

03.10.2016
Rannsóknarlektor á málræktarsviði
Jóhannes B. Sigtryggsson
Dr. Jóhannes B. Sigtryggsson hefur verið ráðinn rannsóknarlektor á málræktarsviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 1. september. Lesa meira
03.10.2016
Rannsóknarlektor á orðfræðisviði
Helga Hilmisdóttir
Dr. Helga Hilmisdóttir hefur verið ráðin rannsóknarlektor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gert er ráð fyrir að hún hefji störf í byrjun árs 2017. Lesa meira
03.10.2016
Icelandic Online fyrir snjalltæki
Nú geta byrjendur í íslensku tileinkað sér grunninn í málinu í snjallsíma eða spjaldtölvu í nýrri og snjallri útgáfu Icelandic Online. Byrjendanámskeið í íslensku sem öðru máli – Bjargir – var opnað fyrir snjalltæki á vefsvæðinu www.icelandiconline.is í Norræna húsinu 13. september síðastliðinn og á sama tíma var fyrsta netnámskeiðið í færeysku opnað á vefsvæðinu www.faroeseonline.fo. Lesa meira
03.10.2016
Íslenskt orðanet opnað í vikunni
6. október verður nýjung opnuð á netinu fyrir unga og aldna sem vilja nota íslenskuna í allri sinni breidd. Orðanetið er jöfnum höndum samheita- og hugtakaorðabók og veitir fjölbreytta innsýn í íslenskan orðaforða og orðanotkun og kemur að hagnýtum notum við ritun og textagerð, hvort sem er í námi, leik eða starfi. Lesa meira
03.10.2016
Nordkurs-fundur í Reykholti
Árlegur fundur í Nordkurs-samstarfinu um kennslu í Norðurlandamálum var haldinn á Íslandi í september. Lesa meira
03.10.2016
Málstofa: Lena Rohrbach
Lena Rohrbach, prófessor í norrænum miðaldafræðum við Humboldt-háskólann í Berlín, flytur erindi í málstofuröð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum föstudaginn 7. október kl. 15.30. Erindið verður flutt á ensku í málstofu stofnunarinnar í Árnagarði og nefnist: Architectures of Heterotopia. Spatial Conceptualizations of the Allthing in Old Norse Tradition.

 

Lesa meira
03.10.2016
Styrkir Snorra Sturlusonar 2017
Umsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar fyrir 2017 er til 31. október. Styrkirnir eru ætlaðir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Lesa meira
03.10.2016
Heimur í brotum – GKS 1812 4to
Dagana 20.–21. október verður haldin í Viðey ráðstefna á vegum Árnastofnunar, Miðaldastofu Háskóla Íslands og Miðaldastofu háskólans í Óðinsvéum (Syddansk Universitet). Ráðstefnan ber yfirskriftina Heimur í brotum og hnitast um eitt handrit, GKS 1812 4to, sem er eitt mikilvægasta íslenska alfræðihandritið sem varðveist hefur.  Lesa meira
03.10.2016
Háskólarektor heimsækir Árnastofnun
Fyrir skömmu heimsótti Peng Long, rektor Bejing-háskóla, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ásamt fylgdarliði. Guðrún Nordal forstöðumaður og Úlfar Bragason, stofustjóri alþjóðasviðs, tóku á móti hópnum í málstofunni í Árnagarði 21. september. Þau fræddu gestina um sögu stofnunarinnar og ræddu hugmyndir að mögulegu samstarfi um rannsóknir á fræðasviðum sem undir hana heyra.  Lesa meira
03.10.2016
Hús íslenskunnar – heimili handritanna
Sigurður Svavarsson og Þórarinn Eldjárn telja Hús íslenskunnar skynsama fjárfestingu sem muni styrkja innviði ferðamennskunnar og vafalítið skila sér fljótt aftur í ríkiskassann. Lesa meira
03.10.2016
Gróska í grunni Húss íslenskunnar

Í ágústlok var farið á vettvang til að skoða flóruna sem hefur tekið sér bólfestu í holu íslenskra fræða. Í ljós kom að á fjórða tug plöntutegunda hefur numið land í holunni á Melunum.

Lesa meira